Síðastliðin laugardag var haldið brennómót fyrir yngri deildir KFUM og KFUK í íþróttahúsinu í Seljaskóla. Það var mjög vel heppnað og þátttakendur voru í kringum 90 börn. Það lið sem bar sigur úr býtum var strákalið úr Keflavík en úrslitaleikurinn var á milli þeirra og sameiginlegs stelpuliðs úr Vídalínskirkju og Grensáskirkju og var hann hörkuspennandi. En stelpurnar lentu í öðru sæti og stelpulið úr Keflavík í því þriðja og stelpulið úr Lindakirkju í því fjórða. Sigurliðið fékk bikar KFUM og KFUK og verðlaunapeninga. Krakkarnir skemmtu sér vel á mótinu og fengu létta hressingu í lok móts.