Árlegur hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður haldinn næstkomandi þriðjudag þann 15. febrúar í húsi félagsins á Holtavegi 28. Þá eru nýir félagsmenn boðnir sérstaklega velkomnir við hátíðlega athöfn. Glæsilegur veislumatur verður á borðum auk skemmtiatriða frá Karlakór KFUM og Ten-sing hópnum. Húsið opnar kl. 18:30 með fordrykk en fundurinn sjálfur hefst kl: 19:00. Verð fyrir herlegheitin eru 3900 krónur, en skráningarfrestur er til 14. febrúar hjá KFUM og KFUK í síma 5888899.
Hvetjum alla félagsmenn til að koma og taka vel á móti nýjum félögum og eiga gott samfélag.