Næsta sunnudagskvöld, 13. febrúar, verður samkoma í félagshúsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík eins og önnur sunnudagskvöld yfir vetrarmánuðina. Dagskráin er áhugaverð, en yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni: ,,Sjónarvottar að hátign hans“. Ritningartexti henni til hliðsjónar er í Fyrra Pétursbréfi, 1:16-21. Ræðumaður kvöldsins er Guðlaugur Gunnarsson.
Tónlistarflutningur á samkomunni er í höndum Bjarna Gunnarssonar og félaga, tæknimál eru í umsjá Gylfa Braga, og samkomuþjónar eru þau Snorri Waage og Kristín Skúladóttir. Herdís Gunnarsdóttir stjórnar samkomunni.
Að lokinni samkomu verður sælgætissala KSS-inga opin, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund, sem er tilvalið í upphafi nýrrar viku.
Allir eru hjartanlega velkomnir.