Í kvöld, fimmtudaginn 10. febrúar verður að venju áhugaverð dagskrá hjá Aðaldeild (AD) KFUM. Fundur kvöldsins verður þó með eilítið öðruvísi sniði en vanalega, því nú verður farið í heimsókn í Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Ingólfur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri hefur umsjón með heimsókninni, og mun kynna starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og sýna gestum það sem verið að vinna og þróa þar.
Lagt verður af stað með rútu frá húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl. 20, en verð er kr.500.
Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir, og hvattir til að mæta í þessa spennandi ferð.
Nánari upplýsingar um fullorðinsstarf KFUM og KFUK á Íslandi er að finna með því að smella
HÉR