Það var unglinga fundur hjá krökkum í Sandgerði á mánudagskvöld í Safnaðarheimili Hvalsnessóknar. Það mættu hressar stúlkur sem voru tilbúnar í skemmtilega leiki. Fundarefnið var Gestur og æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK af Holtavegi fór í heimsókn til þeirra. Hópurinn fór út í mikla snjóinn sem náði upp að hnjám og fór hópurinn í brennó, skotbolta og svo farið að renna sér á ruslapokum og slöngum. Það var mikið gaman og mikið fjör og fundurinn endaði á leikjum inni í safnaðarheimilinu.