Næsta sunnudagskvöld, þann 6. febrúar, verður sunnudagssamkoma kl. 20 í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28.
Það sem er sérstakt við samkomuna, er að hún er sérstaklega tileinkuð ungu fólki, þó allir aldurshópar séu hjartanlega velkomnir. Hin fjöruga og stórskemmtilega hljómsveit Tilviljun? mun stjórna samkomunni og sjá um tónlistarflutning. Hljómsveitin er skipuð ungu, hæfileikaríku fólki úr KSS og KFUM og KFUK á Íslandi, og mun leika nokkur vel valin lög úr safni KFUM og KFUK. Samkomugestir eru hvattir til að taka undir söng.
Ræðumaður kvöldsins er Halla Jónsdóttir, og mun umfjöllunarefni hennar vera ,,Íklæðist elskunni„, með ritningarvers úr Kólossubréfinu, 3:12-17 til hliðsjónar.
Tæknimál á samkomunni verða í höndum Gylfa Braga. Eftir að dagskrá lýkur verður sælgætissala KSS opin, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund.
Allir eru velkomnir!
Sunnudagssamkomur eru haldnar hvert sunnudagskvöld yfir vetrarmánuði kl. 20 í húsi KFUM og KFUK að við Holtaveg í Reykjavík. Þær eru hátíðleg og góð leið til að hefja vikuna.