Í kvöld, fimmtudaginn 3. febrúar kl.20 verður boðið upp á skemmtilegt söngvakvöld á fundi Aðaldeildar KFUM á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Hörður Geirlaugsson stjórnar fundinum, hefur upphafsorð, og mun einnig vera með umfjöllun um lífshlaup Geirlaugs Árnasonar. Geirlaugur var mikill tónlistarmaður, stjórnaði mörgum kórum um ævina, og söng og spilaði mikið, bæði á Akranesi og í Reykjavík.
Karlakór KFUM stígur á stokk og flytur fjögur lög eftir Séra Friðrik Friðriksson.
Hugleiðing fundarins verður í höndum Séra Jóns Ómars Gunnarssonar, æskulýðsprests KFUM og KFUK.
Eftir að fundi lýkur verða að venju kaffiveitingar og kaffi á boðstólnum gegn vægu gjaldi, og fundargestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða stund.
Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir.