Laugardaginn n.k. þann 5. febrúar fer fram leiðtoganámskeiðið „Sjálfsmyndin og Samfélagið“ sem er haldið af KFUM og KFUK og Kirkjunni. Námskeiðið fer fram í Grensáskirkju laugardaginn n.k. 5. febrúar frá kl. 9.00- 16.00 og er ætlað aðstoðarleiðtogum og leiðtogum frá 15 ára aldri og upp í 99 ára (Aðrir áhugasamir eru líka velkomnir).
Námskeiðið er eitt það fjölmennasta sem haldið er fyrir leiðtoga í kristilegu æskulýðsstarfi. Það er því ekki aðeins gott tækifæri til að læra um mikilvæga hluti heldur einnig einstakt tækifæri til að hitta fólk sem er að vinna að sömu markmiðum og eiga samfélag með því.

Að þessu sinni er yfirskriftin „Sjálfsmyndin og samfélagið“ og ætlum við að velta fyrir okkur sjálfsmynd unglinga í dag og hverjir eru helstu áhrifavaldarnir í lífi þeirra (með sérstakri áherslu á kynlíf og kynímynd). Við munum velta fyrir okkur hvernig við getum miðlað til unglinganna þeirri jákvæðu sjálfsmynd sem að trúin á Jesú getur fært okkur.

Gígja Grétarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur mun ræða um kynímynd og sjálfsmynd unglinga og Halla Jónsdóttir mun fræða okkur um hvernig við getum styrkt sjálfsmynd unglinga í kristilegu æskulýðsstarfi. Eftir hádegi verður aldurskipt í umræðuhópa, boðið verður upp góðan mat, gott samfélag og síðast en ekki síst mun dagskráin enda með magnaðri U2 guðþjónustu þar sem hljómsveitin Labbakútarnir spilar.
Þátttaka á námskeiðinu kostar 3000.- kr., en leiðtogar í starfi hjá KFUM og KFUK greiða ekki, því KFUM og KFUK borgar fyrir þá. Skráning fer fram hjá Jóni Ómari á jonomar(hjá)kfum.is á síðasti skráningardagur er á morgun (miðvikudagur 2. febrúar).

Nánari dagskrá:
Sjálfsmyndin og samfélagið – Grensáskirkja kl. 9.00- 16.00 – Laugardaginn 5. febrúar

9.00 Kaffi á könnunni
9.30 Helgistund
10.00 Gígja Grétarsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur
Hvert sækja unglingar kynímyndir sínar ? Hver er kynímynd unglinga
11.30 Halla Jóns Halla Jónsdóttir – Hvernig sjálfsmynd viljum við færa
unglingum í kristilegu æskulýðsstarfi.

12.30 Matur í góðum félagsskap

13.30 Hópar 20 ára og yngri velja sér A hóp 21 árs og eldri velja sér B hóp
14.15 Hópar 20 ára og yngri velja sér B hóp 21 árs og eldri velja sér A hóp

Hópar
A
-Kvikmyndir – sr. Jón Ómar Gunnarsson
-Að byggja sig upp með Biblíunni – Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni
-Uppbyggjandi leikir og verkefni Þór Bínó Friðriksson æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK
B
-Strákamenning -sr. Kjartan Jónsson
-Stelpumenning – sr. Guðrún Karlsdóttir

15.00 U2 Messa
Prestur sr. Kjartan Jónsson
Hljómsveitin Labbakútarnir
Trommur:Haukur Pálmason
Bassi: Águst Böðvarsson
Gítar: Ingvar Valgeirsson
Gítar og söngur: Sigurður Ingimarsson
Stjórnandi: Gunnar Einar Steingrímsson
Tæknimaður: Guðmundur Karl Einarssons