Árshátíð Vindáshlíðar verður haldin laugardaginn 5. febrúar kl. 13.00-15.00. í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Árshátíðin er fyrir stelpur sem dvöldu í flokki í Vindáshlíð sumarið 2010. Á árshátíðinni verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Boðið verður upp á veitingar. Miðinn á árshátíðina kostar 500 krónur og gildir jafnframt sem happdrættismiði þar sem fyrsti vinningur er vikudvöl í Vindáshlíð sumarið 2011. Hlökkum til að sjá þig!!