Eins og venja er yfir vetrarmánuði verður samkoma næsta sunnudagskvöld, þann 30. janúar kl. 20 í félagshúsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Samkoman verður bænasamkoma með yfirskriftinni ,,Skuld kærleikans“, en ritningartexti til hliðsjónar kvöldstundinni er í Rómverjabréfinu, 13. kafla, versum 8-10. Bernt Kaspersen mun hafa vitnisburð, og einnig verður sagt frá heimsókn fulltrúa verkefnisins Jól í Skókassa til Úkraínu fyrr í þessum mánuði.
Guðrún Jóna Þráinsdóttir mun spila undir söng á samkomunni, og gestir eru hvattir til að taka undir. Kristín Sverrisdóttir hefur umsjón með samkomunni, Gylfi Bragi sér um tæknimál. Samkomuþjónar verða þau Maja og Auðunn.
Að lokinni samkomu verður sælgætissala KSS-inga opin, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nánari upplýsingar um fullorðins-og fjölskyldustarf KFUM og KFUK á Íslandi má sjá hér.