Á öðrum fundi í Hveragerði hjá yngri og eldri deild var farið í útibandý og það vildi svo heppilega til að það var snjór úti. Svo það var farið í snjóbandý. Bandýboltinn var spreyjaður eldrauður fyrir hvíta snjóinn. Það var spilað á bílaplani Hveragerðiskirkju og mörk voru sett upp. Það skemmtu sér allir konunglega og erfitt var að greina á milli hvor skemmtu sér betur, leiðtogarnir eða krakkarnir. Það meiddist enginn en einhverjir fengu kannski marblett á rassinn. Fundurinn endaði svo í kirkjunni með helgistund og eftir hana var farið í feluleik í kirkjunni og þegar börnin voru fundin þurftu þau að halda heim á leið.