Í gær var Sjóræningjafundur í Njarðvík í Akurskóla. Krakkarnir mættu mismiklir sjóræningjar og það voru sjóræningjaleiðtogar sem tóku á móti þeim í skipið þeirra. Svo hófst leitin að fjársjóðnum og vísbendingar voru víðsvegar um hverfið. Krakkarnir þurftu að svara allskonar sjóræningja spurningum. Veðrið lék ágætlega við krakkana en dimmt var úti. Fjársjóðurinn reyndist svo vera falin á milli bóka á bókasafni skólans. Krakkarnir voru himinlifandi með fjársjóðinn, í honum leyndist súkkulaði, karamellur, KFUM og KFUK límmiðar, biblíumyndir og myndir af sjóræningjum. Eftir leitina settust krakkarnir niður og heyrðu hugvekju um ritningartextann ,,Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ (Mt. 6:21).