Næsta sunnudagskvöld, 23. janúar verður samkoma í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20. Samkoman hefur yfirskriftina ,,Sigra þú illt með góðu“, en ræðumaður kvöldsins verður Ólafur Jóhannsson.
Ritningartexti til hliðsjónar umfjöllunarefni kvöldsins er í Rómverjabréfinu 12: 16-21.
Tónlistarflutningur kvöldsins verður í höndum Páls Ágústs og félaga, og samkomugestir eru að venju hvattir til að taka undir í söng.
Eftir að samkomunnni lýkur verður sælgætissala KSS-inga opin, þar sem hægt verður að kaupa ýmislegt góðmeti á góðu verði. Tilvalið er að staldra við í góðum félagsskap og eiga góða stund.
Allir eru hjartanlega velkomnir!