Líkt og önnur fimmtudagskvöld yfir vetrarmánuði verður fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUM í kvöld, fimmtudaginn 20. janúar að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Á fundi kvöldsins verður Biblíulestur, en Dr. Einar Sigurbjörnsson mun leiða lesturinn og vera með umfjöllun um fyrstu kafla Lúkasarguðspjalls.
Upphafsbæn verður í höndum Baldurs Ólafssonar, en Hannes Guðrúnarson mun stjórna fundinum.
Að venju verða ljúffengar veitingar og kaffi á boðstólnum að dagskrá fundar lokinni, en Oddrún Jónasdóttir Uri hefur umsjón með þeim. Henni eru færðar góðar þakkir fyrir.
Tilvalið er að eiga góða stund, fræðast um efni Biblíunnar og njóta veitinga og félagsskapar á AD-fundi í kvöld.
Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir.
Nánari upplýsingar um fullorðinsstarf KFUM og KFUK á Íslandi má finna hér.