Starfið er byrjað í Digraneskirkju og fer vel af stað. Það var góð mæting á síðasta yngri deildarfund og hörkufjör. Fundarefnið var Karamelluspurningakeppni og voru krakkarnir spurðir margs konar trúarlegra spurninga og um allt á milli himins og jarðar og ef þau svöruðu rétt fengu þau karamellu í vinning. Þetta fundarefni er vinsælt í æskulýðsstarfinu því krökkunum finnst það mjög skemmtilegt.