Í kvöld, sunnudaginn 16. janúar, verður sunnudagssamkoma haldin í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl.20.
Yfirskrift samkomunnar í kvöld er ,,Brennandi í andanum“, og ræðumaður er séra Jón Ómar Gunnarsson, æskulýðsprestur KFUM og KFUK á Íslandi.
Um tónlistarflutning og söng á samkomunni sér hin líflega og skemmtilega Gleðisveit.
Tæknimál verða í höndum Gylfa Braga, og Kristín og Snorri verða samkomuþjónar.
Eftir að dagskrá lýkur verður sælgætissala KSS opnuð, og gesti eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund.
Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna.
Ritningarvers til hliðsjónar umfjöllunarefni kvöldsins er í Rómverjabréfinu, 12:6-15.