Næsta sunnudagskvöld, 16. janúar verður bænasamvera haldin í húsi KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri.

Á samverunni gefast tækifæri til íhugunar og bæna í rólegu og notalegu umhverfi. Settar verða upp bænastöðvar víðsvegar um salinn og er fólki frjálst að ganga um og íhuga þau bænarefni sem sett eru fram á hverjum stað.
Boðið er uppá kaffi og meðlæti í setustofunni að samverunni lokinni.
Umsjón með kvöldinu hefur Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi. Allir eru hjartanlega velkomnir.