Í kvöld, fimmtudag 13. janúar verður fyrsti AD KFUM-fundur ársins 2011 haldinn í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20.
Umfjöllunarefni kvöldsins, sem verður í umsjá Dr. Sigurðar Pálssonar, er staða kristni á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Magnús Viðar Skúlason verður með upphafsbæn og Sigurbjörn Þorkelsson stjórnar fundinum. Allir karlmenn á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir, og hvattir til að fjölmenna á þennan fyrsta fund ársins.

Eftir að dagskrá lýkur verða ljúffengar kaffiveitingar og kaffi á boðstólnum fyrir fundargesti gegn vægu gjaldi. Gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða samverustund. Oddrún Jónasdóttir Uri hefur umsjón með veitingum, og eru henni færðar bestu þakkir fyrir það.
Gaman er að hefja nýtt ár á notalegri og hátíðlegri stund á AD KFUM- fundi í góðum félagsskap.
Fundir Aðaldeildar KFUM eru haldnir yfir vetrarmánuði á fimmtudagskvöldum í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, klukkan 20.