Deildarstarf á Akureyri hófst í þessari viku líkt og annars staðar á landinu og voru krakkarnir svo lánsöm að fá góða gesti á fyrsta fund ársins. Það voru kristniboðarnir og hjónin Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján Þór Sverrisson ásamt börnunum sínum fimm. Þau sögðu frá starfinu í Eþíópíu í máli og myndum og sungu svo afríska söngva og kenndu krökkunum. Á KFUK fundinum á mánudag voru 29 stelpur og KFUM drengirnir gáfu lítið eftir á þriðjudeginum og voru 26 talsins. Nokkrar myndir frá heimsókninni eru komnar á netið og má skoða þær hér.
Almennt er aðsókn góð í deildarstarfið en deildirnar eru 45 talsins og eru víðsvegar um landið, allt frá Reykjanesbæ í suðri til Ólafsfjarðar í norðri. Allar frekari upplýsingar um starfið má fá hér á vefnum með því að smella á flipann "Æskulýðsstarf" hér efst á síðunni.