Vinsamlega athugið að tvær deildir í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK verða með breytta tímasetningu nú á vormisseri.
Fyrri breytingin er sú að vikulegir fundir YD KFUK (fyrir stelpur, 9-12 ára) í Lindakirkju á föstudögum verða kl. 15-16 nú á vormisseri. (Fundirnir voru áður á sömu dögum kl. 17-18.) Allar stelpur á aldrinum 9-12 ára hjartanlega velkomnar á fundina! Dagskrá yngri deildar KFUK í Lindakirkju má sjá hér.
Seinni breytingin felst í því að nú á vormisseri verða vikulegir fundir unglingastarfs (8. -10. bekkur) í Breiðholtskirkju á þriðjudagskvöldum kl.20 – 21:30. (Fundirnir voru áður á miðvikudagskvöldum). Allir unglingar í 8. -10. bekk eru hjartanlega velkomnir!
Dagskrá unglingastarfs Breiðholtskirkju má sjá hér.