Kæru félagsmenn og aðrir lesendur,
Starfsfólk KFUM og KFUK á Íslandi þakkar ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða, með óskum um gleðilegt ár og Guðs blessun á árinu 2011 sem senn gengur í garð.
Í upphafi nýs árs hefur deildastarf æskulýðssviðs göngu sína mánudaginn 10. janúar. Fullorðinsstarf aðaldeildanna á Holtavegi 28 í Reykjavík hefst í sömu viku, en fyrsti AD KFUK-fundur á nýju ári verður þriðjudaginn 11. janúar kl. 20, og fyrsti AD KFUM-fundur verður fimmtudaginn 13. janúar kl. 20.
Nýtt tölublað Fréttabréfs KFUM og KFUK ásamt Dagskrá fyrir vorið 2011 hefur verið sent til allra félagsmanna í pósti. Einnig er öllum velkomið að sækja eintök af hvoru tveggja í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík milli kl. 9 og 17 virka daga.
Vakni fyrirspurnir um dagskrá eða annað tengt starfsemi félagsins, er velkomið að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899.
Gleðilegt nýtt ár!