Í dag, þriðjudaginn 28. desember kl.16 opnar flugeldasala KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík, og verður opin næstu daga, síðustu daga ársins 2010. Opnunartími flugeldasölunnar er eftirfarandi:
28. des. kl. 16-22
29. des. kl. 16-22
30. des. kl. 13-22
31. des. kl. 10-16
Allur ágóði af flugeldasölunni rennur til starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi, líkt og undanfarin ár. Ýmislegt verður í boði á flugeldasölunni, en kostur gefst á að kaupa rakettur, blys, stjörnuljós, tertur og fleira. Einnig verður hægt að fá glæsilega fjölskyldupakka. Hlífðargleraugu, rokeldspýtur og fleira tengt flugeldanotkun verður að auki fáanlegt.
Flugeldasalan verður staðsett í kjallara í suðurenda félagshúss KFUM og KFUK að Holtavegi 28, gegnt leikskólanum Vinagarði.
Tilvalið er að versla flugelda fyrir áramótin hjá KFUM og KFUK, og styðja þannig um leið við starfsemi félagsins.
Mikilvægt er að gæta varúðar við meðferð flugelda og stjörnuljósa og kynna sér nauðsynlegar öryggisreglur tengdar þeim.