Fimmtudaginn 23. desember, á Þorláksmessu, munu KSS (Kristileg skólasamtök) og KSF (Kristilegt stúdentafélag) halda sameiginlega stund í Friðrikskapellu á Hlíðarenda í Reykjavík (hjá Valsheiminu og Vodafone-höllinni).
Þessi stund mun líkt og undanfarin ár hefjast kl. 23:30, stundvíslega.
Stundin stendur yfir í
45 mínútur og er ómissandi þáttur margra í því að komast í jólaskap. Séra Jón Ómar Gunnarsson, æskulýðsprestur KFUM og KFUK, mun flytja stutta hugvekju, jólasálmar verða sungnir og boðið verður upp á tónlistaratriði. Eftir að dagskrá lýkur verða piparkökur í boði og eitthvað heitt að drekka með.
Allir eru hjartanlega velkomnir, og hvattir til að mæta og hefja jólahátíðina með KSS og KSF í góðra vina hópi á þessari notalegu stund.

Hlökkum til að sjá ykkur!