Á sunnudaginn næsta, 19. desember, sem er fjórði sunnudagur í aðventu, verður sunnudagssamkoma á Holtavegi 28 í Reykjavík. Þessi samkoma er sú síðasta þessa haustmisseris, og sannkölluð jólastemmning verður í fyrirrúmi.
Yfirskrift samkomunnar er ,,Hefjið upp fagnaðarsöng“, sem er afar viðeigandi í tilefni þess að jólahátíðin er nú handan við hornið, og þess fagnaðar og gleði sem hún hefur í för með sér.
Ræðumaður kvöldsins verður Guðlaugur Gunnarsson, og við munum njóta söngs frá Karlakór KFUM, sem Laufey Geirlaugsdóttir stjórnar. Tæknimál verða í höndum Gylfa Braga, Páll Ágúst mun stjórna samkomunni, og þau Hörður og Sigrún verða samkomuþjónar.
Páll Ágúst og félagar munu leiða söng sem allir eru hvattir til að taka þátt í. Eftir að samkomu lýkur eru gestir hvattir til að eiga saman góða og notalega stund, og hægt verður að kaupa kaffi, sælgæti og fleira. Allir eru hjartanlega velkomnir.
,,Við fögnum komu Drottins, gleðin á að ríkja um alla jörð!“ (Jes. 52:7-10).