Falleg jólakort til styrktar KFUM og KFUK á Íslandi eru nú til sölu á góðu verði í Þjónustumiðstöð félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Í ár eru ekki gefin út jólakort eins og venja hefur verið undanfarin ár hjá KFUM og KFUK, en kostur er á að kaupa jólakort sem voru framleidd síðustu ár. Jólakortin eru án ártals, svo þau nýtast ár eftir ár. Þau eru fallega myndskreytt, meðal annars af Rúnu Gísladóttur og eru til í nokkrum gerðum. Kortin innihalda fallegan ritningartexta, með boðskap jólanna.
Jólakortin eru seld í pökkum sem hver inniheldur tíu stykki. Tvö verð eru á pökkunum, kr. 500 og kr. 1000.

Tilvalið er að festa kaup á fallegum jólakortum til ástvina í Þjónustumiðstöðinni að Holtavegi 28, og styðja um leið við starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi.
Opið er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28 alla virka daga frá kl.9 til 17.