Í þessari viku verða ekki haldnir fundir hjá Aðaldeildum KFUM (AD KFUM) og KFUK (AD KFUK) eins og vani er á þriðjudags – og fimmtudagskvöldum yfir vetrartímann. Starf deildanna er nú komið í jólaleyfi, og hefst aftur af fullum krafti á nýju ári.
Margir góðir og áhugaverðir fundir hafa verið haldnir hjá Aðaldeildunum í haust, og eru þakkir færðar frá nefndum deildanna til allra þeirra sem hafa á einn eða annan hátt lagt sitt af mörkum til fundanna, hvort sem það hefur verið við undirleik, fyrirlestra, undirbúning, veitingaumsjá, tæknimál eða annað.
Á því nýja ári sem brátt í hönd fer, verður margt spennandi í boði í dagskrá AD-funda. AD KFUK-fundir fyrir konur eru haldnir á þriðjudagskvöldum kl.20 í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, og AD KFUM – fundir fyrir karla eru haldnir á fimmtudagskvöldum kl.20 á sama stað.
Fyrsti AD KFUK – fundur á árinu 2011 verður þann 11. janúar, og fyrsti AD KFUM – fundur ársins verður 13. janúar.