Næsta sunnudagskvöld, 12. desember, sem er þriðji sunnudagur í aðventu, verður sunnudagssamkoma á Holtavegi 28 kl.20. Yfirskrift samkomunnar er: ,, Orð Guðs haggast ekki“, sem er tilvísun í ritningarvers Jesaja, 40. kafla (1-8), og ræðumaður samkomunnar er séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
Um tónlistarflutning og söng á samkomunni sjá Bjarni Gunnarsson og félagar, og samkomuþjónar verða þau Kristín Skúladóttir og Snorri Waage.
Umsjón með samkomunni og stjórn hefur Herdís Gunnarsdóttir, en tæknimál verða í höndum Gylfa Braga.
Eftir að samkomu lýkur verður sælgætisssala á vegum KSS opnuð. Gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund.
Tilvalið er að verja kvöldi þriðja sunnudags í aðventu með þessum hætti á sunnudagssamkomu í góðum félagsskap og notalegu umhverfi.
Allir eru hjartanlega velkomnir.