Jólasamvera leiðtoga og sjálfboðaliða KFUM og KFUK í kvöld!

  • Föstudagur 10. desember 2010
  • /
  • Fréttir

Í kvöld 10. desember verður jólasamvera leiðtoga og sjálfboðaliða KFUM og KFUK kl. 18:00 á Holtavegi 28. Það verður boðið upp á dýrindis kræsingar sem Haukur Árni, fyrrverandi æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK mun matreiða. Það verða atriði á samverunni og glens og gaman.