Í kvöld, fimmtudaginn 9.desember kl.20 verður hinn árlegi sameiginlegi aðventufundur KFUM og KFUK haldinn að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Aðventufundurinn er orðinn árviss hefð og fastur liður í jólaundirbúningi KFUM og KFUK. Á fundinum mun sannkölluð jólastemmning ríkja, og boðið verður upp á hátíðardagskrá með söng, tónlistaratriði og aðventuhugvekju. Stjórn fundarins er í höndum sr. Ólafs Jóhannssonar, upphafsorð flytur Ásgeir M. Jónsson, og ræðumaður kvöldsins er sr. Pálmi Matthíasson. Karlakór KFUM syngur ljúfa og fallega jólatóna. Ljúffengar kaffiveitingar verða á boðstólnum. Athugið að fundurinn er á vegum Aðaldeildar (AD)KFUM og Aðaldeildar KFUK, en í ár sjá meðlimir AD KFUM-nefndar um skipulagningu fundarins.
Tilvalið er að eiga notalega og góða aðventukvöldstund með þessum hætti, og njóta hátíðlegrar dagskrár, góðs félagsskaps og gómsætra veitinga.
Allir eru hjartanlega velkomnir; konur og karlar á öllum aldri.