Jólasýning KFUM og KFUK var haldin síðastliðin laugardag. Mörg atriði voru í boði og tókst sýningin vel. Leikskólabörn úr Vinagarði tóku lagið og gerðu það með stæl. Ten Sing átti frábært atriði og fengu góðar viðtökur, framtíðarleikarar, söngfólk og tónlistarfólk þar á ferð. Í hléi voru veittar veitingar, heitt súkkulaði, nammi og piparkökur og jólasveinar bönkuðu upp á, það var tekið á móti þeim við mikin fögnuð. Það var dansað í kringum jólatréið og þeir gáfu börnunum jólanammipoka. Hópur til Góðs var með fyndin jólaleikþátt sem sló í gegn. Hljómsveitin Tilviljun? tók þrjú falleg lög og hafði fólk unun af að hlusta á þau. Tinna Rós Steinsdóttir var með fallega hugvekju um jólin. Í lokin sungu allir saman Helga nótt.