Á sunnudagskvöldið, 5.desember, annan sunnudag í aðventu, verður samkoma kl.20 á Holtavegi 28.
Ræðumaður kvöldsins er Ragnar Schram, og mun umfjöllunarefni hans vera út frá yfirskriftinni: ,,Fullt af þekkingu á Drottni – Friður, réttlæti og öryggi fylgir komu Drottins“, út frá ritningarversunum úr Jesaja 11:1-9. Hin skemmtilega hljómsveit Tilviljun? sem er skipuð ungu og hæfileikaríku fólki úr KFUM og KFUK sér um tónlistina á samkomunni og meðlimir hljómsveitarinnar sjá einnig um stjórn samkomunnar. Gylfi Bragi mun annast tæknimál, og Björgvin Þórðarson verður samkomuþjónn.
Eftir að dagskrá samkomunnar lýkur gefst gestum tóm til að staldra við, spjalla saman og eiga notalega stund, en félagar úr KSS selja sælgæti og fleira á vægu verði.
Gott er að hefja vikuna á hátíðlegri og góðri sunnudagssamkomu hjá KFUM og KFUK á Holtavegi 28.

Allir eru hjartanlega velkomnir.