Laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, 27.nóvember, var hinn árlegi Basar KFUK venju samkvæmt haldinn á Holtavegi 28, í 101.skipti. Basarinn gekk eins og best var á kosið, var mjög vel sóttur og mikil stemmning var á basardeginum. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á Holtaveginn á þessum sólríka en kalda laugardegi og festi kaup á gullfallegum munum, kökum og tertum úr smiðju KFUK-kvenna og aðstoðarfólks þeirra. Margir basargestir gæddu sér á ljúffengum vöfflum og heitu súkkulaði eftir að hafa lokið innkaupum.
Meðfylgjandi mynd var tekin á basardeginum, og fangar vel þá góðu stemmningu sem ríkti þar.
Allur ágóði Basarsins er til styrktar starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi, og er þessi árvissi viðburður gífurlega mikilvæg fjáröflunarleið fyrir félagið.
Aðstandendur Basarsins, KFUK – konur, vilja koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem lögðu til handverk eða hvers konar varning á Basarinn, versluðu á Basarnum eða réttu hjálparhönd á einn eða annan hátt.