Í kvöld, 2.desember kl.20 verður fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUM á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Á fundinum er áhugavert efni til umfjöllunar, en Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun flytja erindi um mannréttindi og evangelíska kirkju. Gunnar Örn Jónsson flytur upphafsorð og stjórnun fundarins verður í höndum Þráins Haraldssonar. Um undirleik á fundinum sér Guðmundur Karl Einarsson. Kaffi og kaffiveitingar verða að venju á boðstólnum gegn vægu gjaldi í lok fundar, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.
AD KFUM stendur fyrir ,,Aðaldeild KFUM“, og er hluti af fullorðinsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Rík og áralöng hefð er fyrir AD KFUM-fundum, sem eru fundir fyrir karla. Fundir AD KFUM eru öll fimmtudagskvöld í vetur í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20. Allir karlar, á öllum aldri, eru hjartanlega velkomnir á fundina.