Í gær var jólafundur hjá yngri deild KFUM og KFUK í Grafarvogi í Engjaskóla. Piparkökur voru skreyttar og svo fengu börnin að borða piparkökurnar á eftir. Á meðan þau borðuðu kökurnar var lesin jólasaga. Krakkarnir áttu rólega og fallega stund með leiðtogum sínum. Fundurinn var vel sóttur, það mættu um 25 krakkar.