Að rúmri viku liðinni, fimmtudaginn 9.desember verður hinn árlegi sameiginleigi aðventufundur KFUM og KFUK haldinn á Holtavegi 28 kl.20.
Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa skemmtilegu kvöldstund sem verður í anda jólanna og er orðin fastur liður í jólaundirbúningi hjá KFUM og KFUK.
Boðið verður upp á sannkallaða hátíðardagskrá, með söng, tónlistaratriði og aðventuhugvekju. Stjórn fundarins er í höndum séra Ólafs Jóhannssonar, upphafsorð flytur Ásgeir M. Jónsson, og ræðumaður er séra Pálmi Matthíasson. Karlakór KFUM syngur nokkur vel valin og falleg lög, og í lok fundarins verða ljúffengar kaffiveitingar bornar fram.
Athugið að fundurinn er sameiginlega á vegum Aðaldeildar (AD) bæði KFUM og KFUK.
Tilvalið er að eiga góða og ljúfa kvöldstund í jólastemmningu í góðra vina hópi á Aðventufundi KFUM og KFUK, þann 9.desember.
Allir eru hjartanlega velkomnir!