Nú er haustönn að ljúka og undirbúningur fyrir vorönn í fullum gangi. Starfið í haust hófst með kröftugu upphafssparki og nú er komið að hálfleik. Af því tilefni eru leiðtoga allra deilda boðaðir til undirbúningssamveru þriðjudaginn 30. nóv. kl. 17-18 á Holtavegi 28.
Það sem er á dagskrá á samverunni er eftirfarandi:
Ø Fimm glænýjir samhristingsleikir og kynning á bók með 300 leikjum
Ø Fimm ný fundarefni með boðskap fyrir yngri deildir
Ø Fimm ný fundarefni með boðskap fyrir unglingadeildir
Ø Dagsetningar og upplýsingar um sameiginlega viðburði

Í lokin verður svo boðið uppá pizzu og gos og gefst leiðtogum hverra deilda tækifæri til að klára uppsetningu á dagskrá vormisseris en síðasti skiladagur á dagskrá vormisseris er 10. des.