Að kvöldi fyrsta sunnudags í aðventu, næsta sunnudags þann 28. nóvember kl.20 verður vitnisburða – og bænasamkoma í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Á samkomunni fáum við að heyra vitnisburði frá þeim Gyðu Karlsdóttur og Gísla Davíð Karlssyni og Rúna Þráinsdóttir sér um tónlistarflutning kvöldsins. Sungin verða falleg lög, m.a. ,,Við kveikjum einu kerti á“ og gott er að eiga notalega stund saman í upphafi aðventunnar.
Félagar úr KSS munu hafa sælgætissölu opna að lokinni dagskrá samkomunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir
Samkomurnar eru öllum opnar og eru félagar KFUM og KFUK á öllum aldri sérstaklega boðnir velkomnir og eindregið hvattir til að bjóða vinum með sér.
Allar nánari upplýsingar um sunnudagssamkomur er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.kfum.is/ad-og-fjolskyldustarf/sunnudagssamverur-i-reykjavik/ Það eru allir velkomnir að hefja vikuna á góðri stund á sunnudagskvöldi hjá KFUM og KFUK.