Á morgun, laugardaginn 27.nóvember verður hinn árlegi Basar KFUK í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík, kl.14-17.
Þetta er í 101.skipti sem basarinn er haldinn, en hann er einn af elstu basörum landsins.Undirbúningur gengur vel og mikil stemmning er fyrir morgundeginum.
Tilvalið er festa kaup á fallegum og vönduðum handgerðum munum á basarnum, og einnig ljúffengunm heimabökuðum kökum, tertum og smákökum ásamt ýmsu öðru góðgæti. Dúkar, vettlingar, húfur, barnabútasaumsteppi, fallegt handgert jólaskraut, þófar og skrauthandklæði eru dæmi um það handverk sem er til sölu á basarnum. Einnig verða seldir lukkupakkar sem eru tilvaldir fyrir yngstu kynslóðina.
Basarinn er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir KFUM og KFUK á Íslandi og allur ágóði hans er til styrktar starfsemi félaganna.
Í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík er tekið við gjöfum á basarinn í dag, föstudaginn 26. nóvember til kl. 21. Þar er einnig hægt að fá bæði plast – og málmbox (ílát) sem eru afar hentug til að setja til dæmis nýbakaðar smákökur í, til að selja á basarnum. KFUK-konur hvetja alla til að styðja við þetta góða framtak og leggja sitt af mörkum til basarsins, til dæmis með því að baka smákökur eða tertur til að selja á basarnum.
Á basardeginum verður hægt að kaupa ilmandi nýbakaðar vöfflur ásamt heitu súkkulaði og kaffi. Allir eru hjartanlega velkomnir á basarinn, sem er kjörið tækifæri til að styðja við starfsemi félagsins og um leið festa kaup einhverju fallegu rétt áður en aðventan gengur í garð.