Mikil tilhlökkun er í Ten Sing hópnum vegna Jólasýningar KFUM og KFUK sem verður haldin 4. desember næstkomandi kl. 14:00-16:00 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Það verða tíu einstaklingar í Ten Sing sem munu taka þátt í sýningunni. Ten Sing er fjöllistahópur á vegum KFUM og KFUK og eru æfingar á miðvikudögum kl. 19:30-21:30 og laugardögum kl. 17:00-19:00 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Þeim er margt til lista lagt og þau ætla að syngja, dansa og leika á sýningunni.
Full dagskrá auglýst síðar.