Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 28. nóvember verður haldin fjölskyldusamvera kl. 17 í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri. Fjalar Freyr Einarsson leiðir almennan söng, Katrín Harðardóttir verður með orð og bæn og Jóhann Þorsteinsson flytur hugvekju.
Að samveru lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur sem krakkarnir í deildarstarfi KFUM og KFUK á Akureyri skreyttu með glassúr í liðinni viku. Vonast er eftir þátttöku barna úr deildarstarfinu á Akureyri ásamt fjölskyldum. Allir eru hjartanlega velkomnir.