Í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. nóvember kl.20 verður fundur hjá aðaldeild (AD) KFUM, eins og venja er á fimmtudagskvöldum yfir vetrartímann.
Efni fundarins í kvöld er áhugavert, en Þórarinn Björnsson mun flytja erindi með yfirskriftinni ,,Fallnir stofnar : Pétur Þ.J. Gunnarsson stórkaupmaður“. Ársæll Aðalbergsson stýrir fundinum, Þórir Sigurðsson fer með upphafsorð og Guðmundur Ingi Leifsson flytur hugvekju. Eftir að fundi lýkur verða að venju ljúffengar kaffiveitingar og kaffi til sölu gegn vægu gjaldi. Umsjón með veitingum hefur Oddrún Jónasdóttir Uri, og henni eru færðar góðar þakkir fyrir það.
Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.
AD KFUM stendur fyrir ,,Aðaldeild KFUM“, og er hluti af fullorðinsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Rík og áralöng hefð er fyrir AD KFUM-fundum, sem eru fundir fyrir karla. Fundir AD KFUM eru öll fimmtudagskvöld í vetur í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20. Allir karlar, á öllum aldri, eru hjartanlega velkomnir á fundina.