Guitar hero og Singstar í Engjaskóla

  • Miðvikudagur 24. nóvember 2010
  • /
  • Fréttir

Á síðasta fundi í Engjaskóla í Grafarvogi í yngri deild KFUM og KFUK var Guitar Hero og Singstar fundur. Það mættu í kringum 30 krakkar á fundin og hefur þessi fjöldi af krökkum haldist í allan vetur í þessu deildarstarfi. Allir tóku þátt og krökkunum fannst mjög gaman og skemmtu sér konunglega. Strákarnir voru meira í Guitar Hero og stelpurnar meira í Singstar. Erfitt var að fá þau til að hætta að syngja og spila á gítar þegar fundurinn var búinn því þeim fannst svo gaman.