Núna eru nokkrar deildir í vetrarstarfi KFUM og KFUK á Íslandi komnar í jólafrí. Á komandi vikum fara svo allar deildirnar í jólafrí. Margir leiðtogar deildanna eru á menntavegi og fara því í jólapróf í skólunum í desember.
30. nóvember verður undirbúningssamvera kl. 17:00-18:00 á Holtavegi 28 fyrir vormisserið í deildarstarfinu. Síðasti skiladagur á dagskrá vormisseris er 10. desember.