Í kvöld, þriðjudag 23. nóvember kl.20 verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík, þar sem Biblíulestur verður í umsjá sera Petrínu Mjallar Jóhannesdóttur.
Yfirskrift fundarins er ,,…Og veit mér nýjan stöðugan anda", sem er seinni hluti af ritningarversi úr Sálmunum sem hljóðar svona í heild sinni: ,,Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda“. (Sálmarnir, 51.12).
Að venju verður kaffi og ljúffengar kaffiveitingar til sölu á vægu verði eftir að dagskrá fundarins lýkur, og eru gestir hvattir til að staldra við og eiga saman góða og notalega stund. Gott er að eiga góða kvöldstund með þessum hætti, sér í lagi þegar kuldi og skammdegi færast yfir, líkt og nú.
Allar konur á öllum aldri eru hjartanlega velkomnar á fundinn.
Fundir AD KFUK eru öll þriðjudagskvöld í vetur í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20. Allar konur eru velkomnar á fundina. Nánari upplýsingar um AD-starf er að finna hér: www.kfum.is/ad-og-fjolskyldustarf/ .