Það verður haldin Jólasýning KFUM og KFUK laugardaginn 4. desember næstkomandi kl. 14:00-16:00 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Þeir sem troða upp á sýningunni verða félagar KFUM og KFUK á Íslandi. Sýningin býður upp á það að fá að sjá það listafólk og þá liststarfsemi sem er starfandi í félaginu. Það sem verður í boði á sýningunni er dans, söngur, leiklist og tónlist. Í hléi verður boðið upp á veitingar sem Hópur til Góðs stendur fyrir en hópurinn ber yfirskriftina: „Vegna kúgunar lítilmagnanna, vegna andvarpa hinna fátæku rís ég nú upp,“ segir Drottinn, „og hjálpa þeim sem þjakaðir eru.“ (Sálmur 12:6)
Hópur til Góðs er með þennan ritningartexta að leiðarljósi og sem fyrirmynd. Þessi hópur er á vegum KFUM og KFUK á Íslandi. Meðlimir eru á öllum aldri og opið öllum þeim sem vilja láta gott af sér leiða. Verkefni hópsins verða margþætt og markmið þeirra eru að þau muni hjálpa þeim sem þurfa hjálp, aðstoð eða stuðning. Verkefnin eru ákveðin í sameiningu og hverjum við hjálpum hverju sinni.
Það mun kosta 1.000 kr. inn og allur ágóði sýningarinnar rennur til langveikra barna.