Næsta sunnudag, 21.nóvember verður samkoma kl.20 að Holtavegi 28, eins og öll sunnudagskvöld yfir vetrartímann.
Umfjöllunarefni kvöldsins er mjög áhugavert, en Séra Ólafur Jóhannsson mun flytja ræðu sem hefur yfirskriftina ,,Dagur Drottins kemur".
Um tónlistarflutninginn sjá Páll Ágúst og félagar. Eftir að samkomu lýkur verður sælgætissala á vegum KSS opnuð að venju, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman notalega og góða stund. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sunnudagssamkomur eru hugsaðar sem vettvangur til að eiga notalega stund þar sem lífleg tónlist, söngur og innihaldsríkur boðskapur er í öndvegi ásamt því sem fjallað verður um málefni sem tengjast á einn eða annan hátt starfsemi félagsins. Fjölbreyttur hópur ræðumanna mun fjalla um Guðs orð út frá mörgum sjónarhornum.
Leitast verður við að hafa fjölbreytni í lagavali og ekki síst horfa til þeirra laga sem félagsmenn hafa kunnað að meta gegnum árin og einnig laga sem íslenskur texti hefur verið gerður við í seinni tíð. Samkomurnar eru öllum opnar og eru félagar KFUM og KFUK á öllum aldri sérstaklega boðnir velkomnir og eindregið hvattir til að bjóða vinum með sér.
Það eru allir velkomnir að hefja vikuna á góðri stund á sunnudagskvöldi hjá KFUM og KFUK.