Í dag, miðvikudag 17. nóvember halda KFUM og KFUK á Íslandi upp á Alþjóðlegu bænaviku Heimssambanda KFUM og KFUK, með bænastund og hádegishressingu bæði í Reykjavík (að Holtavegi 28) og á Akureyri (í Sunnuhlíð) kl.12 á hádegi. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Erna Björk Harðardóttir mun leiða bænastundina á Holtavegi í Reykjavík, og að stundinni lokinni verður boðið upp á ljúffenga súpu og brauð.
Alþjóðlega bænavikan hófst síðastliðinn sunnudag, og stendur til 20.nóvember. Í ár eru einkunnarorð bænavikunnar ,,Konur byggja öruggan heim“ („Women Creating a Safe World“). Þessi orð eru rauður þráður í markmiðum bænavikunnar í ár, og fela í sér áherslu sem er lögð á að meta að verðleikum þau leiðtoga- og frumkvöðlahlutverk sem konur skipa sér gjarnan í í daglegu lífi.

Bæn:

Guð, þú ákallar okkur eitt og sérhvert með nafni,
Þú lyftir okkur upp úr örvæntingu okkar og býður okkur brauð lífsins,
Þú kallar okkur til þjónustu við þig að byggja heim sem getur sigrast á ofbeldi;
Gef okkur þann kraft og það hugrekki sem við þörfnumst til að hlýða kalli þínu, og feta veg Jesú Krists. Við biðjum í Jesú nafni,
Amen.

Hér má sjá hugleiðingu úr hefti sem Heimssambönd KFUM og KFUK gefa út í tilefni bænavikunnar: http://www.kfum.is/forsida/frettir/article/althjodleg-baenavika-heimssambanda-kfum-og-kfuk-14-20-november-baenastund-og-hadegishressing/