Að kvöldi dagsins í dag, fimmtudagsins 11.nóvember verður fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUM að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20, með skemmtilegri dagskrá.
Á fundi kvöldsins verður góður gestur, Ásgeir B. Ellertsson, sem mun flytja erindi um ferð sína til Kína á nýliðnu sumri. Paul Jóhannsson stýrir fundinum og sér um upphafsorð, og Guðjón Guðmundsson verður með hugleiðingu.
Að fundi loknum verður að venju kaffi og ljúffengar veitingar til sölu á vægu verði, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða og notalega stund. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.
AD stendur fyrir ,,Aðaldeild“, og er hluti af fullorðinsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Rík og áralöng hefð er fyrir AD KFUM-fundum, sem eru fundir fyrir karla. Fundir AD KFUM eru öll fimmtudagskvöld í vetur í félagshúsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20. Allir karlar, á öllum aldri, eru hjartanlega velkomnir á fundina.
Nánari upplýsingar um AD-starf er að finna hér: www.kfum.is/ad-og-fjolskyldustarf/