Unglingadeild KFUM og KFUK í Fella- og Hólakirkju munu taka þátt í messu næstkomandi sunnudag kl. 11:00 í Fella- og Hólakirkju. Unglingarnir verða með hugleiðingu og það verða um fimm unglingar sem taka þátt í henni. Það eru um 20 unglingar skráðir í þessa deild. Það er mikið líf í þessari deild og gaman að segja frá því að þau voru í 2. sæti í búningakeppni á Landsmóti kirkjunnar á Akureyri 15.-17. okt. síðastliðinn. Appelsínugulur var þemaliturinn mótsins, appelsínugulur er litur friðar og þau kölluðu búninginn kreppubúning og fengu poka frá Hagkaup og klæddust þeim.