Í gær var fundur hjá yngri deild KFUM og KFUK í Innri Njarðvík í Akurskóla. Það mættu milli 40-50 krakkar og mættu allir tilbúnir og spenntir fyrir fundinn sem hét Listin að leika. Hugleiðingarefni dagsins var skuldugi þjónninn (matt. 18:21-35) og hópurinn setti söguna upp í leikrit og eftir leikritið voru umræður um söguna. Þeim fannst sagan skemmtileg og fannst umræðurnar áhugaverðar. Svo var farið í nokkra leiki, fyrst var farið í Hver er stjórnandinn og hlógu þau dátt í þeim leik. Næst fóru þau í dansleik með blöðrur um ökklann og áttu að reyna sprengja blöðrurnar hjá hinum og að lokum fengu þau að skrifa eða teikna á miða og setja inn í blöðru og blása svo upp. Allir köstuðu blöðrunum upp og fengu nýja blöðru með skilaboðum eða teikningu með sér heim.